Föstudagur, 3. ágúst 2007
Heimskur um verslunarmannahelgina.
Mannskepnan er gædd þeim hæfileika að aðlagast hinum verstu aðstæðum. Það hefur skaparinn sennilega sett í okkur vegna þess að han hefur náttúrulega vitað sem var, að tæplega kæmist hann yfir að halda öllum kátum og glöðum með það sem við höfum. Hann varð að setja þetta í okkur, sem nokkurskonar aukabúnað. Svona eins og hina kveikjuna í flugvélum. Þar er borð fyrir báru, vaðið fyrir neðan, allt það.
Ég fer nefnilega ekki austur um helgina, er búinn að vera að glíma við það í dag, var með beinverki í morgun, ofskynjanir eftir hádegið og ranghugmyndir seinnipartinn. Hringdi þá í einn sem ég vissi að var á leiðinni austur. Hann var staddur í Breiðholtinu, á rauðu ljósi, pirraður í skapinu.
Ég rabbaði við hann smá stund og kvaddi þegar hann var kominn að næsta rauða ljósi. Ég lagði símann frá mér, hallaði mér aftur og setti Stevie Ray Vaughan á spilarann.
Guð er góður.
Athugasemdir
Ef þú værir ekki á endalausu rápi, ættuð frá öðruhverju annesi á landinu, myndirðu kannski vita hvað orðið heimskur merkir. Og þá gætirði kannski mælst aðeins hærra í vísitölu.
HP Foss, 4.8.2007 kl. 00:30
Ætli ég yrði ekki að fá mér verktaka í það, dettur fyrst í hug vinur min, Gunnlaugur B Ólafsson, ég hafði lúmskt gaman af því að sjá hann taka á móti gusunni frá þér í vor, af mikillli yfirvegun og málefnalegri röksemdafærslu, án málalenginga.
Enda er hann úr austursýslunni, þar segja menn fátt en samt það sem þarf. Og það dugar yfirleitt vel.
HP Foss, 4.8.2007 kl. 08:16
Alveg er það magnað, Hjössa mín, hvað þú getur lesið eitthvað allt annað út úr skrifum manna en sá er ritar gerir. Snýrð öllu á hvolf og ferð um víðan völl. Ég held að það séu til námsskeið sem taka á svona meinum og ef allt um þrýtur, þá eru til töflur sem slá á sjálfhverfuna.
Góða ferð til Krítar og megi þið njóta alls hins besta sem þar er á boðstólum og megið þið einnig eiga góða heimkomu.
Helgi Páls
HP Foss, 4.8.2007 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.