Sveitaskreppur

Við skruppumheim að Fossi á laugardaginn, áttum erindi við Bjarna í Miðbænum. Skoðuðum Skógafoss sem er í miklu uppáhaldi hjá stelpunum en þær voru mikið að spá í kistu Þrasa og fannst magnað að skoða gaflhringinn á safninu, það eina sem hefur náðst af kistunni.
Júlí 07 033

Jújú, snotur foss en full vatnslítill fyrir minn smekk.

Símstöðin frá Klaustri var þarna , stöðin sem mamma mín vann við á sínum tíma, gaf samband á milli sveita og í bæinn þar sem voru sjálfvirkir símar.
Júlí 07 048
Sólin skein alla leiðina austur en þegar austur fyrir Hörgslandskot var komið, fór að rigna og hellirigna austan við Draugasteina. Þetta var að sjálfsögðu fyrir gróðurinn. Reyndi að útskýra þetta fyrri konunni, en hún náði þessu ekki þó óneytanlega hafi þetta einnig verið gott fyrir frjóofnæmið hennar, að fá góða skúr rétt á meðan rennt var í hlað. Magnað hvað allt verður gott í sveitinni.

Í bakaleiðinni fórum við niður í Reynishverfið, þetta afar blómlega hérað og næstum því fallega. Skoðuðum Hálsnefogeyrnahelli í Reynisfjöru.
Júlí 07 062

Fínn dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta er rétt Helgi, Skógafoss er oft vatnslítill. Virkar oft sem hálfgerð spræna. Í mínum huga er hann samt fjórði eða fimmti fallegasti foss landsins.

Bestu kveðjur frá vini þínum úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.7.2007 kl. 01:10

2 identicon

Mér sýnist Margrét hafa kunnað á þetta, setti í rétta línu.

kv. mamma

Ólafía (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: HP Foss

Já, ég er ánægður með kallinn að skalla sér á alvöru hjól, hann þarf á því að halda, er allt haustið að hossast á þessum fákum.

HP Foss, 27.7.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband