Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Miklafell.
Mikið er nú fjallaloftið heilnæmt. Eftir óhemju mikla vinnu og endalausa natni við ótrúlega gróskumikinn, fagurgænan, undurfagran, balan í Fellinu, sótti að manni gríðarleg þreyta, þreyta sem venjulegt fólk hefur varla fundið fyrir. Hangikjetið gaf að vísu gott spark en sennilega var það kjetið sem setti af stað þennan voðalega þorsta, þorsta sem slökknaði ekki fyrr en um miðja nótt og þá gátu loks vinnulúnir menn lagst útaf, algerlega úrvinda, skögrandi og rámir. Slík voru átökin að þann næsta dag var sem unnið hafi verið alla nóttina, svimi og óbærileg ógleði, ásamt ólgum í maga og miðtaugakerfi. Kerfi sem virtist ekki ætla í lag.
Hvernig hefði manni reitt af í byggð?
Athugasemdir
Meiri dugnaðurinn í ykkur piltum, maður fyllist aðdáun. Ef ekki hefði verið fjallaloftið allt um kring hefði þetta eflaust endað með fjölkerfabilun og þið verið lagðir inn eða kannski... stungið inn?
Kristín Jónsdóttir, 12.7.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.