Sunnudagur, 24. júní 2007
Hin magnaða Jónsmessunótt á Fossi
Ég hef lengi ætla að upplifa Jónsmessunóttina í sveitinni minni og sjúga í mig strauma hins góða. Upplifa nóttina þar sem svo margt á að vera á ferli, fara upp í Foss og vera þar aleinn fram á nótt. Þar býr huldufólk í steinunum, afar gæfar verur . Þarna hafa þær lifað í sátt við mannfólkið í aldir, ekkert hefur verið gert sem truflar íbúa Fossins.
Nú var komið að því, ég í sveitinni minni ásamt megninu af fjölskyldunni, heyinu var rúllað í gær svo ekki þurfti að hafa áhyggjur af því í dag. Nú var komið að því að rölta upp í Foss um miðnæturbil, leggjast þar á grænan bala og láta hugann reika. Reika til bernskudaganna, daganna þar sem við krakkarnir fórum að vaða í Fossinum á heitum dögum. Búa til stíflur við hylinn, skemmta okkur við hitt og þetta. Huldufólkið hlýtur að hafa verið þarna með okkur og sjálfsagt hafa þeirra börn leikið sér með okkur, þótt við hefðum ekki tekið sérstaklega eftir því. Nú var kannski komið að því, á Jónsmessunótt árið 2007.
En ég sofnaði kl 23 og vaknaði kl 8, í rúminu mínu.
Kannski að ári.
Athugasemdir
Þarf ekki að virkja skrambans Fosinn svo hann gagnist eitthvað???
Karl Tómasson, 24.6.2007 kl. 22:32
Sumt er einfaldlega þannig að ekki verður fórnað, skil vel að þú berir ekki skinbragð á fegurð fossa.
HP Foss, 24.6.2007 kl. 22:54
Foss á Síðu er uppáhalds fossinn minn og sá eini sem ég hef málað.
Karl Tómasson, 24.6.2007 kl. 23:46
Það er alltaf gott að geta sofið og hví þá að vera að einhverju óþarfa næturgöltri uppí fossi og ónáða íbúana þar. Það er greinilega vel hægt að láta sig dreyma bernskubrekin heima í rúmi.
Kristín Jónsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:08
Það er líka satt og kannski er bara gott að láta sér draumana nægja, maður sleppir þar því sem leiðinlegt er.
HP Foss, 25.6.2007 kl. 23:16
ì kvold gerdistr tad!2-1
palli (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.