Þriðjudagur, 19. júní 2007
19. júní.
Kvennréttindadagurinn er í dag. konan hefur verið óvenju erfið í dag og er ég þó ýmsu vanur í þeim efnum.
þegar ég fór á lappir í morgun var allt eins og þegar ég fór að sofa í gærkvöld. Ekki hafði verið gengið frá einu né neinu, gamli mogginn sem ég las í gær enn á borðinu, kaffibollinn minn var enn úti á palli, sokkarnir mínir á klósettgólfinu og fötin í sama kuðlinu. Var þetta þó allt við hendina hjá henni í sófanum. Hún er vön að sortera þetta og ákveða hvort ég skuli aftur í sokkana sem ég var í í gær, gerir þetta svona með öðru. Hún hefur nefnilega svo gaman af að stússast í þvotti. Getur verið kvöld eftir kvöld að vesenast með sömu þvottakörfuna, upp og niður stigana, ýmist með hreint eða óhreint, á mig eða krakkana, stöku sinnum með þvott af sjálfri sér. þetta er nú bara liður í heimilishaldinu hjá henni, soldið truflandi á köflum. Hún á það til að vera með þetta eilífa vesen á fréttatíma og einnig þegar ég er rétt nýbúinn að festa svefn. Þá verð ég nú svolítið pirraður, enda þarf nú varla að gera þetta alveg ofaní manni.
En í dag er hún búin að vera hálf gagnslítil, eldaði ekki og vingsaðist bara eithvað um.
En ég er fullkomlega sáttur við að hún eigi sér einn dag á ári þar sem hún getur látið svona, því ég veit að á morgun verður allt komi í samt lag þótt það bíði nú líklega eftir henni það sem hún trassaði í dag.
Hún vinnur það upp, hún er kjarnakerling.
Athugasemdir
Ekki vanþörf á að halda í þennan dag, konur eiga greinilega enn langt í jafnræðið á sumum heimilum . Annars er gott að hafa verkaskiptingu sumt fer konum bara einfaldlega betur úr hendi.
Kristín Jónsdóttir, 19.6.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.