Miðvikudagur, 6. júní 2007
Bjartir dagar.
Dagarnir í Firðinum hafa verið drungalegir. Rokið hefur þanið hvern einasta þéttikannt til hins ítrasta, rigningin smogið á bak við hverja einustu flastningu. Sigg Lall hefur ekki farið varhluta af verðinu, einginn vogar sér út úr húsi með seðla í hönd, allt fýkur úr lúkunum á manni. Það verður líklega mikið að gera hjá myndatökumanni Fjarðarpóstsins, á bak við hvert einasta þil, bak við hvert einasta barð, í hverri einustu baklóð er haugur af drasli. Næsti Fjarðarpóstur verður líklega fullur af rusli, rusli sem hefur fokið um víðan veg. Kannski hatturinn hans verðið þar í haugnum. Spurning um að blása til skransölu í kjölfarið.
Mitt í þessum æsingi öllum halda Hafnfirðingar Bjarta daga. Hátið sem hver einasti Hafnfirðingur sækir, ráfar á milli húsa og skoðar sögu Fjarðarins, sögu sem framan af snýst um Bæjarútgerðina en seinni hlutinn nefnist Ísal.
Athugasemdir
Flasningarnar klikkuðu ekki hjá Dynskógum.
Karl Tómasson, 7.6.2007 kl. 16:54
Nei, en það klikkaði eitthvað annað
Valdi Kaldi, 7.6.2007 kl. 23:37
Nú er nó komið. Endalaus niðurlaging.
Karl Tómasson, 9.6.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.