Uriah Heep- Deep Purple- Creedense

27052007

Fórum feðgarnir á magnaða tónleika um helgina, Uriah Heep og Deep Purple. Þetta var mögnuð upplifun fyrir mig, sveitamanninn sem hafði aldrei séð Uriah Heep. Alveg kyngimagnað að sjá þessa kappa taka lög sem maður hefur hlustað á á plötum og og fengið mann til að engjast.

Eftir frábæra tónleika þeirra var skipt um allt draslið á sviðinu, græjur Heeparanna dregið í burtu og stillt upp fyrir Deep Purple. Þá tóku við magnaðir taktar sem seint gleymast, sennilega á maður ekki eftir að sjá þá aftur á sviðið í svona gír. Söngvarinn var í byrjun líkur Dagfinni í Spaugstofunni en sótti svo í sig veðrið eftri því sem á tónleikana leið og hefur sennilega verið á Lansanum um nóttina með súrefni í æð.

Myndin er tekin þegar verið var að skipta um græjurnar, Pjakkur var hugfanginn af þessu, við hvert gítarsóló færðist yfir andlit hans sældarlegt bros.+

Enduðum síðan á að kíkja á Löng á Töng, þar sem Biggi og Geiri voru með CCR gigg ásamt Hunangi, sem ég veit nú ekkert hverjir eru.

Kv
Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdi Kaldi

Hva, einhver ritskoðun í gangi?  Búið að eyða út mótorhjólafærslunni.

Valdi Kaldi, 30.5.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: HP Foss

Já, ég fékk samviskubit. Var full orðljótur.

HP Foss, 30.5.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: HP Foss

Gaukur á Stöng.

HP Foss, 31.5.2007 kl. 17:38

4 Smámynd: Karl Tómasson

Helgi segðu Atla Páli að fara í spilarann á minni síðu og hlusta á Wizhard.

Næst þegar við hittumst hlakka ég til að heyra hann spila það. Ég skal syngja það með honum á næsta ættarmóti Fossbúa.

Auðvitað megið þið líka hlusta á öll hin lögin.

Uriah Heep er mögnuð og á mörg frábær lög.

Kær kveðja úr Kvosinni kyrrlátu.

Karl Tómasson, 2.6.2007 kl. 12:31

5 Smámynd: HP Foss

Kvosin kæra skartar sínu,
Kyrra farga ljóði.
Lánsamur Karl að eiga Línu,
leit er að slíku fljóði.

HP Foss, 2.6.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Karl Tómasson

Uppáhalds plata mín með Uriah Heep fyrr og síðar heitir Demond and Wizards.

Þegar Gildran hitaði upp fyrir þá á Íslandi árið 1988 spurði ég Mick Box gítarleikara hvað hann teldi bestu plötu þeirra.

Þá sagði hann Demond and Wizards. Ég fékk nánast því jafn mikla gæsahúð þá og þegar ég hlustaði á þá félaga á tónleikunum.

Ég hlustaði á Atla Pál spila titil lag plötunnar áðan og mikið ósköp gerði hann það vel. Atli Páll er greinilega bráðefnilegur drengur enda ekki sonur móður sinnar fyrir ekki neitt.

Atli Páll minn ég ætla að gefa þér eitt heilræði. Ekki láta pabba þinn stilla gítarana þína en þú getur fullkomlega treyst honum til að gerast rótara þinn. Hann er frábær rótari og að ég held sá albesti á landinu og tala ég nú af reynslu.

Ágætu feðgar endilega skellið ykkur á eintak af þessu meistaraverki Uriah Heep.

Kær kveðja úr Kvosinni kyrrlátu. 

Karl Tómasson, 2.6.2007 kl. 16:41

7 Smámynd: HP Foss

Plötu þessa keypti ég árið 1989 fyrir tilstuðlan vinnufélaga míns, hlustaði mikið á hana, keypti síðan diskinn þegar hann kom. Valdi mágur minn hefur stundum orð á því að þessi fyrrum vinnufélagi minn hafi bjargað mér frá glötun, tónlistarsmekkslega séð. Kann það að vera.

HP Foss, 2.6.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband