Laugardagur, 12. maí 2007
Kjördagur
Fór með hrútana austur að Orustuhól. Vona að þeir rjúki ekki í ferðalanginn í sumar. Það var pest af þeim, hrútalykt. Svipuð og í lok kaffitímans í vinnunni, ef ekki hefur verið opnaður gluggi á skúrnum. Bölvuð pest. Mætti foreldrum mínum á heimleiðinni. Þau voru að fara að kjósa. Þvíllík einbeiting í tveimur andlitum. Voru greinilega alveg með það á hreinu hvað skyldi kjósa. Það hefur legið í loftinu í svolítinn tíma.
Varð næstum til í sveitinni, var ekki alveg undir það búinn en slapp í bili. Takk fyrir það. Læt Björkina eiga sig á næstunni.
Athugasemdir
Nú er spurningin sú hvort vinur þinn verði varaþingmaður.
Það er allt sem bendir til þess. Kaust þú ekki í suðvestur Helgi minn.
Ekki ert þú með lögheimilið í Vest skapt eða skaft?????
Kær kveðja úr Mosó Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 12.5.2007 kl. 19:52
Óþolandi afskiptaleysi á þessari síðu eftir klukkan 21
Karl Tómasson, 13.5.2007 kl. 23:01
Afsakið, er að safna kröftum svo ég geti komið krökkunum í skólann á morgun, vona að það verði búið að þrífa klósettin þar, engin að passa þau svona um helgar. Ha?
HP Foss, 14.5.2007 kl. 00:37
Ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir Kalli. Góðu fréttirnar eru að ég kaus þig. Slæmu fréttirnar eru að Helgi gerði það ekki. Ég kaus Þjórsá en er samt ekki kommi. Bara hafa það á hreinu.
Ágústa R (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 20:35
Meiru lætin alltaf þarna í Mosó. Það má ekki setja vinnuvél í gang án þess að allt verði kolvitlaust.
Valdi Kaldi, 15.5.2007 kl. 21:09
Tvö atkvæði þar og takk fyrir það, þið vinnið stannslaust á. Greinilega skemmtilegir menn með hjartað á réttum stað. Eruð þið félagar vissir um að Helgi hafi ekki kosið mig? Mér þætti vænt um að fá það staðfest.
Bestu kveðjur úr kyrðinni í Álafosskvos. Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 15.5.2007 kl. 23:07
Ég kaus þig ekki Kalli, geri það tæplega á meðan þú tilheyrir Vinstir Grænum.
HP Foss, 15.5.2007 kl. 23:25
Nei Helgi minn þú ert of persónulegur vinur minn til þess.
Béið er betra sama hver stjórnar skútunni bara béið er málið eins og forfeður þínir frá Klaustri kusu forðum daga.
Ég hefði kosið þig værir þú í framboði, það er nokkuð ljóst minn kæri.
Kærleikskveðjur úr Kvosinni kyrrlátu.
Karl Tómasson, 16.5.2007 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.