Þriðjudagur, 8. maí 2007
Kosningar
Merkilegt hvað allt er umsnúið þessa dagana. Maður er ekki fyrr búinn að kjósa um stækkun/ ekki stækkun Ísal fyrr en maður þarf að fara að kjósa upp á nýtt. Og jafnvel að kjósa þvert gegn því sem maður kaus í kosningunni um stækkun Ísal. Þeir sem kusu þá gegn stækkun voru taldir fygjandi stefnu Vinstri Grænna! Nei takk, það skulu þeir ekki fá frá mér að þeir hafi haft nokkuð með það að gera að ég skyldi kjósa gegn stækkun, hafi ég gert það.
Ætli ég að kjósa núna er það ekki til umræðu að ég kjósi með stefnu Vinstri Grænna frekar en þá. Á ég þá að kjósa það sama og þeir núna eins og þá? Nei, það skulu þeir ekki fá frá mér að ég kjósi Vinstir Græna og kýs ég, líkt og þá, það sem ég tel best, en ekki það sama og þeir, ólíkt því sem ég kaus um daginn þegar er kaus það sama og þeir.
Voða er vont að vera svona.
kv
Helgi Páls
Athugasemdir
Varstu að reykja með Kalla?
Valdi Kaldi, 8.5.2007 kl. 20:39
Sæll Helgi minn. Ég verð nú að viðurkenna að þegar ég var hálfnuð með að lesa bloggið þitt, gat ég ekki varist þeirri hugsun "Bíddu varð skammhlaup þarna einhversstaðar". Heyrðu langaði að segja þér frá því að það verður haldið "Stígvélafótboltamót" þann 16. júní næstkomandi hér í sveitinni okkar. Ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði og auglýsa það vel. Takk fyrir góða hugmynd. Þetta verður allveg brilliant . Kær kveðja úr Norðurheimum
Ágústa fyrir norðan. (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:29
Já Helgi minn.
Not in my backyard cyndrom.
Hver vill hafa álver við húsgaflinn og hver vill hafa tengibraut við húsgaflinn.?
Kær kveðja úr Mosó Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 8.5.2007 kl. 21:50
Það besta sem ég hef fengið reykt var á Fossi á Síðu.
Björn Valdi og Kaldi.
Ekki átt þú bjórverksmiðjuna Kalda Kaldi sem félagi minn Steingrímur J er svo hrifinn af ???
Kær kveðja úr Mosó Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 8.5.2007 kl. 21:52
Nei, nei Kalli, ég vissi það eins og svo margir aðrir í Hafnarfirði að Isal yrði hér áfram þrátt fyrir að þessi breyting á deiliskipulaginu yrði ekki samþykkt í hallærislegri íbúakosningu meirihluta bæjarstjórnar.
Álverið hér æi túnfætinum er ekki að angra mig og er að mínu mati til mikilla hagsbóta fyrir bæjarfélagið.
Þið hefðuð gott af því að fá eitthvað þessu líkt í sveit Mosans og komast uppúr foræði Varmárinnar, sett hana í rör út í sjó og leggja veg ofaná rörinu.
Vegurinn gæti heitið Rörtöngin.
HP Foss, 8.5.2007 kl. 22:01
Helgi ekki ertu að róta fyrir vg er það vinur
jóhann páll (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 22:25
Biddu Guð að gleypa þig.
HP Foss, 8.5.2007 kl. 22:27
Voða vont er svona að vera
vinstri grænn í háttum.
Hvaða boðskap skal nú bera
xB á báðum áttum?
Kristín Jónsdóttir, 8.5.2007 kl. 22:59
Kaus í dag, var aldrei í vafa.
HP Foss, 8.5.2007 kl. 23:18
Helgi.
Kristín er væn kona að sjá, er hún Framsóknarkona???
Ég þekki nokkrar.
Karl Tómasson, 9.5.2007 kl. 00:05
Ef Stína er Framsóknarkona, þá hefur eplið falið langt frá eikinni, eins og sagt er.
HP Foss, 9.5.2007 kl. 09:05
Á þessari síðu er allt sofnað upp úr kl. 22.
Enda Framsóknarmaður stjórnandi og hæstráðandi.
Kær kveðja úr Mosó þar sem allt er vakandi.
Karl Tómasson, 10.5.2007 kl. 01:24
Skárra er að fljóta sofandi en vakandi að feigðarósi.
HP Foss, 10.5.2007 kl. 08:37
Ég fæ ekki botn í þá umræðu að allt sem telst vert að skoða í heild sinni skuli afbakað í orðaflaumi og málskrúði sem enganveginn er samboðinn þeim trúverðugleika sem nær hæst þegar upp er staðið. Það þurfa allir að athuga sinn gang í þessum efnum og öll undanhlaup eru í raun óafsakanleg ef mið er tekið af þeirri von sem menn bera í brjósti eftir 12. maí. Nú dugar ekki að láta sem ekkert sé og óttast þá sýn sem almúginn hefur haft fyrir augum svo langt sem það nær án allrar vissu um það andrúmsloft sem ríkir meðal jafningja og jafnvel Framsóknarmanna. Ég efast ekki um þetta og herðist í trúnni eftir því sem nær dregur.
Kær kveðja úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 10.5.2007 kl. 20:06
Góða nótt.
Karl Tómasson, 10.5.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.