Tónlistarlegt viðrini.

Ég geri það stundum þegar ég heyri skemmtilegt lag í útvarpinu að hringja í þá sem ég veit að hafa lika gaman að laginu, læt símann við útvarpið og læt þá hlusta. Slíkt lag kom áðan í útvarpið og fékk ég tilfinninguna- ungur og hress-. Ákvað að hringja í kunningjana en komst að því að enginn sem ég þekki hlustaði á þetta með mér. Hef sjálfsagt verið fyrir framan hraunbrún á Land Rovernum, einn með sjálfum mér að hlusta á þetta. Fékk það á tilfinninguna að ég hafi verið einmanna grey. Kannski hef ég þurft að fela mig til að geta hlustað á það sem mér þótti gott en Valdi og Jón voru á annari línu, Deep Purple og þess háttar hávaði kom frá tuskujeppanum þeirra. Mátti ég mér lítils á móti þeim, var talinn hálfgerð stelpa á tónlistasviðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Þér til fróðleiks hef ég ekki gaman af Bítlavinafélaginu.

Rúnarsdóttir, 3.5.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Valdi Kaldi

Hvaða öndvegis lag var þetta eiginlega?

Valdi Kaldi, 3.5.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: HP Foss

Ég get ekki sagt það. þá verðið þið Jón vitlausir, eins og í gamla daga.

HP Foss, 3.5.2007 kl. 18:15

4 Smámynd: Karl Tómasson

Nú eru Valdarnir endanlega hættir að koma mér á óvart.

Hvaða lag var þetta????

Þvílík spurning!!!

Kær kveðja úr Mosó. Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 3.5.2007 kl. 18:48

5 Smámynd: Valdi Kaldi

Fyrirgefðu Kalli, auðvitað hefur þetta verið eitthvað gamalt og gott Gildrulag.  Heitir það ekki Leiðtogarnir :-)  Það verður nú að virða okkur Jóni það til vorkunar að það hljóta allir að verða vitlausir af því að þurfa að hlusta á Wham, Madonnu, PetShop boys og svo frv. alla daginn sitjandi aftur í Land Rover.  Eftir svoleiðis tragteringar þá þurfa menn bara alveg risatórann skammt af Rokki og Róli og það þarf að spila það hátt svo það virki almennilega.

Valdi Kaldi, 3.5.2007 kl. 22:29

6 Smámynd: HP Foss

Nei, ekki var það Gildran. Það hefði núj verið í lagi.

Eg var að ná húmornum með Valda í fleirtölu. Kannski er ég tregur en hló nú samt þótt seint væri

HP Foss, 3.5.2007 kl. 22:41

7 Smámynd: Valdi Kaldi

Ég er enn tregari, skil ekki neitt :-(

Valdi Kaldi, 3.5.2007 kl. 22:51

8 Smámynd: HP Foss

Nú, þeir eru alltaf tveir á myndinni, Valdarnir.

HP Foss, 3.5.2007 kl. 22:59

9 Smámynd: Valdi Kaldi

Nú, var þetta þá ekki dýpra.  Ég var nú reyndar búinn að fatta þetta.

Valdi Kaldi, 4.5.2007 kl. 00:20

10 Smámynd: Karl Tómasson

Þeir valda mér nú á köflum hugarangri, þó ekkert til að tala um.

Ég fæ mér bara einn feitann smók, þá fer þetta allt í fókus. Ég sé það fimm mínútum síðar auðvitað er þetta bara einn maður á myndinni.

Kær kveðja úr Mosó. Kalli Tomm.

p.s. hvor er leiðtoginn.?

Karl Tómasson, 4.5.2007 kl. 00:27

11 Smámynd: Ólafía Davíðsdóttir

Látiði Kalla geta, en viti menn ég var löngu búin að fatta þetta með Valdana :)

kv. ein í kvefpestinni heima.

Ólafía Davíðsdóttir, 4.5.2007 kl. 11:45

12 Smámynd: Valdi Kaldi

Leiðtoginn er þessi sem er hægra megin á myndinni.

Valdi Kaldi, 4.5.2007 kl. 22:22

13 Smámynd: Karl Tómasson

Mér hugnast ekki að Björn bóndi skuli ekki nafngreindur.

Í mínum huga var hann sá út Valdi á myndinni. Það er kominn tími á smók núna það er nokkuð ljóst.

 Kær kveðja úr Mosó. Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 4.5.2007 kl. 22:37

14 Smámynd: Valdi Kaldi

Hefði þurft að nafngreina Elvis?  Það gilda sömu lögmál um Björn bónda.

Valdi Kaldi, 5.5.2007 kl. 13:23

15 Smámynd: Karl Tómasson

Ég óska Birni Valda og Kalda góðrar skemmtunar í kvöld.

Það er ekki á hverjum degi sem gengdarlaus kvefpestin nær öllum tökum.

Þetta verður allt að hafa sinn gang hér fyrir sunnan. Hákarlalýsi, Þorskalýsi, Magnyl og þrumari geta haft sitt að segja þegar vorið gengur í garð.

Kær kveðja úr Mosó Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 5.5.2007 kl. 20:13

16 Smámynd: Rúnarsdóttir

Rosalega áttu spes vini Helgi.

Rúnarsdóttir, 6.5.2007 kl. 13:44

17 Smámynd: HP Foss

Já, þeir eru afar sérstakir en þeir eru úti í þjóðfélaginu.

HP Foss, 6.5.2007 kl. 13:46

18 Smámynd: Karl Tómasson

Eitt lærði ég sem úngur dreingur það er að einginn á nokkru sinni það bezta inni að sjálfu sér.

Karl Tómasson, 6.5.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband