Þriðjudagur, 1. maí 2007
Samræmdu prófin.
Pjakkur sonur minn er að fara í samræmt próf á morgun. Með ólíkindum hvað tíminn líður, finnst eins og það hafi verið í fyrradag sem ég var í hans sporum. Pínulítið stressaður og búinn að læra upp fyrir haus, fór maður út í skólabíl, þögull. Þagði þunnu hljóði alla leið út að Klaustri, fór í prófið, þagði eftir prófið og sat steinþegjandi í skólabílnum á leiðinni heim Hvernig gekk, spurði mamma? en þorði varla að heyra svarið. Vel, sagði ég og sagði ekki meira þann daginn. Ég hafði áhyggjur af næsta prófi.
Stelpurnar höfðu þetta öðru vísi, fóru strax í yfirheyrslugírinn, um leið og þær hittust: Hvað er sögn? Hver er nafnhátturinn af þágufallinu í 3. falli . Allar þessar spurningar. Eftir prófin var haldið áfram: Hverju svöruðu þið í 4. spurningu, en 10.? Allt þetta. Ég þagði. Það átti enginn að komast að mínum vitleysum.
Nú er komið að litla kútnum að fara í þetta, er búinn að vera að læra síðustu daga, eitthvað sem maður er ekki búinn að sjá mikið af, síðustu árin. Vonandi gengur það vel.kv
Helgi Páls
Athugasemdir
Ég óska honum Atla Páli minum góðs gengis á morgun.
hann hefði nú mátt fá skemmtilegri afmælisgjöf en það að fara í
samræmt próf. Skilaðu kveðju til pjakksins frá ömmu.
kv. mamma
Ólafía Davíðsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:23
Baráttukveðjur til Atla Páls. Ég veit að honum mun ganga vel. Hann er líkur mömmu sinni í sér.
Rúnarsdóttir, 2.5.2007 kl. 01:40
Vonandi gekk samræmda prófið vel. Kveðja í bæinn.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 06:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.