Sunnudagur, 29. apríl 2007
Allt eins og það var.
Var að koma að austan. Hef skipt um skoðun. Það er allt í lagi þó stjórnmálamennirnir hafi ekki áhuga á sveitinni, hún er alveg nógu góð eins og hún er. Það er satt hjá Kjartani kennara, þangað er hægt að koma og detta inn í heiminn sem maður er fæddur í, þar er allt eins og þegar ég fór fyrir tæpum 17 árum. Fólkið sem er þarna er það sama og þá, bara orðið aðeins eldra. Það unir vel við sínum hag, er sátt við Guð og menn. Þeir einu sem vilja meiri asa og meiri hasar í hlutina, sýnist mér að sé fólk sem er komið langt að og finnst Skaftfellingarnir of rólegir. Það er allt í lagi, þeir bara fara þá eitthvað annað sem ekki kunna við staðinn og fólkið. Annað með þá sem þurft hafa að fara vegna brottflutninga starfa, er ekki að tala um það.
Þessir "fáu" sem eftir eru, eru bara sáttir, nú annars fara þeir bara líka.
Sumir fara til náms og koma ekki aftur, það er eins með þá og annað, þeir hæfustu lifa af, á Síðunni.
kv
Helgi
Athugasemdir
Já Helgi minn!!!
Þetta er nú eitthvað annað en stannslausa stressið og geðveikin í bænum.
Karl Tómasson, 29.4.2007 kl. 21:29
Rjómasleikja!!!!
Valdi Kaldi, 29.4.2007 kl. 23:16
Hvernig er það með Valdana köldu, það er ekki nokkur leið að komast á síðuna þeira. Ekki eru þeir frá Fossi á síðu þessir menn ???
Karl Tómasson, 30.4.2007 kl. 00:18
Hann er fra Klaustri
HP Foss, 30.4.2007 kl. 15:36
Já hví að breyta því sem gott er. Verum íhaldsöm og njótum afskiptaleysins, ADSL leysisins, Skjár einn leysisins, og háa verðlagsins. Dauði úr skel venst líka og má matreiða á ýmsan máta .
Kristín Jónsdóttir, 30.4.2007 kl. 21:19
Telst það vera kostur eða galli?
Valdi Kaldi, 30.4.2007 kl. 23:53
Valdi og Kaldi ég var að spá í þetta með Karíus og Baktus þegar heimurinn varð þeim mikilvægari en súkkulaðisnúðurinn. þá sagði mæt frænka þeirra. Hvenær í ósköpunum ætlið þið að bursta tennurnar þannig að vel fari. Þetta minnir mig á ljóð eftir Stein Steinarr þar sem hann kveður djúpt um þá visku sem öllum var fyrirgefið án athugasemda frá fyrri tíð.
Kær kveðja úr Mosó.
Karl Tómasson, 1.5.2007 kl. 00:25
Kostir og gallar fylgja okkur öllum.
HP Foss, 1.5.2007 kl. 07:33
Nú hefur Kalli aftur verið að reykja.
Valdi Kaldi, 1.5.2007 kl. 10:24
Þetta er óþvera njóli, þarna í Mosó.
HP Foss, 1.5.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.