Heimþrá.

Rignig og suddi. Þokan leggst yfir fjörðinn og hugurinn leitar í heimahagana að þessu sinni. Það verður líklega þannig, svona fyrstu árin mín að heiman. Ekki síst þegar líður að kosningum og maður fær að heyra allan rógburðinn um þá sem hafa einna harðast barist fyrir bættum lífskjörum foreldra minna, fólksins sem bar mig á höndum sér öll mín æskuár, var ég þó engin léttavara.Fólkið sem fæddi mig og klæddi, horfði framhjá öllum mínum göllum, hefur sjálfsagt vonað að þeir myndu eldast af mér.
Hlusta á raddirnar sem óska þess að þetta fólk verði rænt vinnunni sinni, sett a Guð og gaddinn. Hlusta á raddir fólksins sem lepur cappuccino á kaffishúsum, fer svo heim til sín og gefur börnunum sínum jógúrt. Spyr hvort þetta sé ekki gott og barnið kinkar kolli sínum og brosir. Barnið hefur ekki hugmynd um hvaðan jógúrtin kemur. kannski veit foreldrið það ekki heldur.
Hlusta á raddir fólksins sem heldur að mamma og pabbi geti bara framleitt kjöt í samkeppni við ríkisstryrkt kjöt frá útlöndum, án þess að fá sjálf styrkinn.
Get ekki hlustað á þetta og fer út. Út í suddann og hugsa heim. Hugsa um hundinn sem stekkur um túnin á eftir pabba, lömbin allt í kring. Pabbi leggst utan í túngarðinn og horfir upp í Foss.
Fossinn fellur í stórum boga fram af brúninni.
Hann hefur gert það lengi.

Kv
HP Foss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég verð svo hugsi og sorgmædd stundum.

Rúnarsdóttir, 28.4.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband