Mánudagur, 23. apríl 2007
Hestamenn
Það er nú meira hvað er mulið undir þessa hestamenn! Hér fyrir ofan bæinn er hið fallegasta hraun sem er búið að út strika með reiðvegum. Til hægri og vinstri, út um allar trissur. Þessa slóða bikkjast þeir í röðum. Hausarnir á hrossunum eru svo teygðir aftur að ekki er gott að átta sig á hvað snýr aftur eða fram á skepnunni. Knapinn lítur undantekningalaust til hliðar ef bíl er ekið hjá. Hvað er það? Stígarnir eru rækilega merktir : Allur akstur bannaður.
Maður skellir sér því á gömlu góðu vegina sem eru þarna, eftir dalverpum og ásum, hlíðum og hraunbrúnum. Nei. Þá eru þeir þar lika, blessaðir hestamennirnir. Maður hægir niður á hæga Hrafnistuferð og víkur alveg út í kannt, því ekki virðast hestar höfuðborgabúans vera búnir til utanvegavags. Maður liftir hönd, svona til merkis um að maður sé bara í góðu skapi og allur að vilja gerður, en á móti kemur illt augnaráð. Líkt og standi á manni að maður sé glæpon. Glæpon á vélknúnu ökutæki.
Ekki tekur nú betra við á sunnudagsmorgnum. Maður hlunkast á fætur, skverar sig til og trítlar út í bakarí til að vera með heit rúnstykki og vínarbrauð þegar fjölskyldan vaknar af værum blundi. Þá standa þeir þar, hestamennirnir, grútskítugir að kaupa brauð. Hlandfýlan fyllir bakaríðið svo maður, nývaknaður, missir skyndilega alla matarlyst, er hún þó allmikil venjulega. Til að bæta gráu ofan á svart, fer karlinn lika inn í bakaríið, eins og bara til að tvöfalda pestina.
Mæli með að hestamenn hafi fataskipti áður en þeir fara út í búð, eins og bændurnir gera áður en þeir fara í Kaupfélagið. Hestapest er ekkert fínni en fjósalykt.
kv
Helgi Páls
Athugasemdir
Orð í tíma töluð.
Tómas Þóroddsson, 23.4.2007 kl. 21:44
Er þetta lið ekki að flytja í nýju "Búrabyggðina" við Selfoss? Þar verða hestarnir bakgarðinum, einhver verður nú lyktin þar.
Kristín Jónsdóttir, 23.4.2007 kl. 21:54
Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.
Rúnarsdóttir, 23.4.2007 kl. 23:21
Voða er sveitamaðurinn eitthvað viðkvæmur. Hann gleymir því samt að hann skveraði svo miklum rakspíra á sig að hann er alveg að kæfa hestamanninn sem stendur við hliðina á honum.
Valdi Kaldi, 25.4.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.