Laugardagur, 21. apríl 2007
Sumardagurinn fyrsti
Magnaður dagur, sumardagurinn 1., um daginn. Fór í sveitina mína og skrapp á fjöru. Sumar ferðir í sveitina eru einhvernvegin vel heppnaðar. Þetta var ein af þeim. Frúin var ekki með í þetta skiptið. Kannski var það einmitt málið. Það er eitthvað við fjöruna sem er svo vinalegt, ekki það að hún sé neitt sérstaklega vinalegur staður, frekar hrjóstrug, en samt skemmtileg. Tengist sjálfsagt ferðunum í gamla daga, með köllunum. Það voru miklar svaðilfarir, farir sem ekki voru á færi allra. Allir voru þá í spariskapinu, nesti og allt. Yfirleitt á 2. Land Roverum, annar á 750/16, hinn á 700/16.
Ferðin á sumardaginn 1. var ekki svaðilför. Lallað frammúr í rólegheitunum, nesti og allt. Það var samt ekki étið í skýlinu. Þótti ekki vistlegt.
Athugasemdir
Var þetta nú örugglega allt í rólegheitum, hvað með reimina?
Valdi Kaldi, 22.4.2007 kl. 17:15
Helv reimin.
HP Foss, 22.4.2007 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.