Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Rjúpan og Öndin.
Mig langar til að velta upp hugmynd sem ég hef velt upp áður en var orðin gróin á ný. Mig langar til að rjúpan verði friðuð, ásamt öndinni, á milli sanda. Að þar verði griðarstaður þessara tegunda sem ekki er of mikið til af. Hugsa mætti sér að fleiri tegundir féllu undir þann hatt, reyndar held ég að megnasti óþarfi sé að veiða aðrar tegundir en gæs, hrafna og máfa. Máfinn þarf að vera hægt að skjóta til að verja rúllurnar á túnunum, hjá þeim sem ekki hafa tíma til að hirða rúllurnar sínar jafn óðum. Er reyndar efins um gæsina, hún er varla orðin í túnum.
Þetta gæti verið ágætis viðbót við þjóðgarðinn, þjóðgarðinn sem nær nú langt inn í afrétt okkar Síðumanna.
Athugasemdir
Alveg styð ég þessa hugmynd heilshugar. Ég var alin upp við þá skoðun að fuglakjöt væri ekki matur og mun sú skoðun hafa verið æði útbreydd í okkar sveit sbr. hin fleyga setning "Eg borða ekki fugl". Annars er nú sveitin þegar griðastaður fyrir ýmsa furðufugla en rjúpan og öndin falla vel í hópinn.
Kristín Jónsdóttir, 17.4.2007 kl. 22:59
Ég fór einusinni á veitningastað sem bauð uppá grillaðar Emúa-lundir. Þið eruð væntanlega varla með Emúa og Strúta og solliðis þarna austurfrá. Nei, sennilega ekki.
Rúnarsdóttir, 17.4.2007 kl. 23:29
Þú ert alveg að láta Gildru-Kalla baka þig í blogginu :-) Þú ert komin með 70 heimsóknir í dag en Kalli 700.
Valdi Kaldi, 18.4.2007 kl. 22:02
Valdarnir bara með kjaft Helgi minn.
Gera þessir menn sér ekki grein fyrir því að einu sinni áttir þú Toyota corolla 1974 módel?
Ég er búinn að laga ískápinn og kem honum til þín við fyrsta tækifæri. Endilega gangtu frá söklinum.
Kær kveðja frá K. Tomm.
Karl Tómasson, 19.4.2007 kl. 20:01
Ég er nú hálf feginn að fá ekki allar sammirnar sem Kalli fær, sá fær á baukinn.
HP Foss, 19.4.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.