Sveitasæla.

Hér er ró og er er friður. Dásamleg tilveran á Síðunni. Stundum er eitthvað svo magnað að vera hérna, eitthvað í loftinu sem er ekki annarsstaðar. Ég er ekki að tala um lyktina af forinni sem leggur frá túnunum. Ég er meira að tala um eitthvað sem er ekki hægt að skýra. Hamrarnir, Fossinn, lækurinn. Bjarni og Nonni, Bjössi,  allt á sínum stað einhvernvegin. Hundurinn flaðrandi upp um mann. Skógarþrösturinn er  í essinu sínu og gæsin mætt. Suðvestan skúrirnar heitar og sólin skær í kjölfarið. Bjórinn í bragganum ískaldur, kærkominn eftir grjúbánin hjá mömmu. Dæturnar trítla upp í Foss og sulla soldið í læknum. Koma rjóðar og sællegar til baka. Klappa hundinum og fara í bað. Heitt bað eftir langan dag í fjárhúsunum, kjassandi kindurnar. Sofa svo brosandi, heyra í Fossinum í gegnum svefninn. Hljóðið í Fossinum er ekki bara einfalt suð eins og í fossunum í bænum, enda eru þar ekki alvöru fossar. Álafoss? Bbbvvaaaha ha ha ha. Nei.getur varla talist foss. Hljóðið er þannig að maður getur hlustað endalaust. Eins og að hlusta á sögu. Alltaf nýr  og nýr kafli. Erfitt að lýsa.

Jafnvel þorpararnir eru fallegir í dag.

Kveðja
Helgi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Helgi minn.

Eftir að hafa verið þess heyðurs aðnjótandi að kynnast þér og þínum er ekkert sem kemur á óvar í þessari fallegu frásögn þinni frá Fossi á Síðu. Það hlýtur allt að vera fallegt sem kemur úr þessari sveit. Héðan úr Álafosskvosinni er allt gott að frétta, fossinn þegir og allir fá svefnfrið. Ég veit ekki hvort það er froðan eða nnirukúk.

Kær kveðja frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 14.4.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Valdi Kaldi

Það er aldeilis að menn eru í spariskapinu.

Valdi Kaldi, 14.4.2007 kl. 23:49

3 identicon

Það þarf ekkert paksiraps til að heillast af Fossinum hvort sem hann er í Álafosskvos eða í Vestur Skaft. Hvað eruð þið að reykja mínir kæru?

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Karl Tómasson

Þessi mynd er að gera sig. Fossinn er ekki síðri að sumri en í klakaböndum. Ég sá á dögunum afskaplega fallegt málverk af honum í klakaböndum.

Hann hlýtur nú að halda að mestu kjafti þannig, er það ekki bót í máli?

Kær kveðja frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 15.4.2007 kl. 22:13

5 Smámynd: Karl Tómasson

Helgi hvað ert þú að gera á myndinni? Sytur þú eða standur, mér finnst einhvernveginn frekar að þú sytjir.

Karl Tómasson, 15.4.2007 kl. 22:16

6 Smámynd: HP Foss

Ég átti einu sinni slíkt málverk, því var stolið.  

HP Foss, 15.4.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband