Mánudagur, 9. apríl 2007
Aldrei fór ég austur, um páskana.
Páskarnir eru nú senn liðnir. Þeir liðu án þess að ég færi austur. Það hefur ekki gerst í nokkur ár og mun ekki gerast í nokkur ár. Samt er eitthvað gott við að vera heima hjá sér í rólegheitunum, gera það sem maður hefur verið að trassa, leggja sig samt nokkrum sinnum, hella 20 sinnum á könnuna og setja 50 sinnum í uppþvottavélina. Hvað er málið með allt þetta uppvask. það getur ekki verið að þetta sé alltaf svona. Hef konuna grunaða um að óhreinka svo um munar til að láta mig halda að það sé voða mikið að gera hjá henni, svona dags daglega. Hefur greinilega fengið krakkana í lið með sér. Ég læt sem ekkert sé.
Athugasemdir
Ég keypti uppþvottavél handa konunni minni, hún var svolítið dýr þannig að ég samdi við hana um að hún væri jóla- og afmælisgjöf.
Kær kveðja úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 9.4.2007 kl. 16:16
Já svona er þetta ég fór sko austur og það var alveg dásamlegt eins og venjulega en það var að vanda mikið uppvask ( er reyndar allt annað eftir að mamma og pabbi fengu uppþvottavélina ) kv. Laufey
Laufey (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 18:16
Ég læt mömmu bara gera þetta.
Rúnarsdóttir, 9.4.2007 kl. 22:41
Ég bara treysti því að þú látir þetta ekki koma fyrir aftur.
Valdi Kaldi, 10.4.2007 kl. 00:56
Heyrðu við erum bara á sama báti. Allt liðið kom til mín Mamma, pabbi og Tóta systir, geturðu ímyndað þér uppvaskið eftir 11 manns í mat eins gott að maður á uppþvottavélina.
Kristín Jónsdóttir, 10.4.2007 kl. 20:01
Vá, var Valdi ekki einmana í sveitinni þegar þú varst ekki? kv OLGA
Olga (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 20:29
Ég held að það sé ekki hægt að vera einmana á Fossi á Síðu.
Valdi Kaldi, 11.4.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.