Jóna Hulda 20 ára í dag.

JHPHún litla systir mín er tvítug í dag. Fyrir tuttugu árum fæddist Jóna Hulda, lang yngst í hópnum, 19 árum yngri en ég. Ég skal ekkert reyna að fara í grafgötur með það að hún hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég tek eftir því að það er svo hjá fleirum.

Hún hafði fljótt lag á að fá það sem hún vildi, gekk bara á milli okkar systkinanna og það kom náttúrulega að því að einhver sagði Já. Og ef við öll sögðum nei, þá sagði mamma já. Þrátt fyrir það varð hún ekki frek þó sumum finnist hún ákveðin. það er nú bara þannig að prinsessan á heimilinu fær það sem hún vill. Skárra væri það !

Til hamingju með daginn elsku Jóna Hulda. Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jónsdóttir

Ja hérna, Jóna Hulda litla orðin tvítug, maður lifandi hefði einhver sagt. Innilega til hamingju með daginn. kveðjur frá Siffu, Nonna, Stínu, Tóta, Tótu og Kó.

Kristín Jónsdóttir, 7.4.2007 kl. 12:54

2 identicon

Til hamingju með litlu systur kæri vinur.

Karl Tómasson (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 22:22

3 identicon

Það var nú bara þannig að Jóna Hulda bað aldrei um neitt nema sem var alveg sjálfsagt að hún fengi. Eru ekki allir sammála því ?

kveðja til allra á Suðurgötu.

mamma (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 18:28

4 Smámynd: HP Foss

Takk, skila kveðju á Suðurgötuna, þegar þau koma frá þér.

HP Foss, 8.4.2007 kl. 22:33

5 identicon

Oh, ég hélt að þið væruð þar meðan Lára er hér.

Kveðja núna á HLÍÐARBRAUTINA :)

mamma (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband