Mánudagur, 2. apríl 2007
Eyjafjörður
Hér er allt með allt öðru sniði en sunnan heiða. Matsölustaðirnir afgreiða hægar, sósurnar eru með minni rjóma, mjólkurfernurnar eru minni. Meira að segja umferðin er minni, varla er hræðu að sjá . Þessar fáu hræður eru utanbæjarmenn, annaðhvort að fara í fermingarveislu eða á skíði. Nema í bakarínu á sunnudagsmorgni, allir virðast fara þangað.Fram/ inn ( man ekki hvort þeir meina) í Eyjarfjörð var för heitið, í sveitina sem heillað hafði sunnlenska sveitastrákinn svo mikið fyrir fáum árum, allt svo grænt og gróið, býlin vel til höfð og greinilegt að bændur í þeirri sveit voru þeir allra bestu á landinu. Jarðirnar greinilega litlar en búin stór og reisuleg. Í dag var öldin önnur, eyfirskir bændur voru teknir í bólinu. Það er nefnilega þannig að snjó hefur greinilega tekið upp fyrr en þeir áttu von á, þannig að höldarskapurinn og slóðagangurinn blasir við þeim sem leið eiga hjá. Þeir hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af því hingað til vegna þess að þegar snjóa leysir hér í venjulegu árferði eru vinnumennirnir komnir til að hrista draslið í lag. Bóndinn rekur þá hin kraftmiklu sunnlensku ættmenni út á tún að týna upp rúlluplast og dauðar rollur, hysja upp girðingar í giljum, mála húsin eftir átök vertrarins. Hvönnin og Heimulan hylja svo bílhræin.Já, svona er þetta þá í pottinn búið, þeir eru þá ekkert betir en við. Þeir bara þykjast vera það. KvHP Foss.
Athugasemdir
Ekki má gleyma fegurðinni í Eyjafirðinum þrátt fyrir örtröðina hjá bakarameistaranum um helgar.
Kær kveðja K. Tomm
Karl Tómasson, 2.4.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.