Þriðjudagur, 27. mars 2007
Ráðvillt ráfa.
Ég er þessa dagana algerlega ráðvilltur. Get í hvorugan fótinn stigið, veit hvorki í þennan heim né annann. það er verið að spá í hvort stækka eigi álverið í Straumsvík. Bæjarstjórnin vill að við tökum afstöðu til deiliskiðulags sem kynnt hefur verið. Hélt að ég hefði verið að kjósa bæjarstjórn til að sjá um þessa hluti en kratakommarnir komust í meirihluta og geta ekki afgreitt einfalda hluti eins og deiliskipulag. Hvað gerist ef deiliskipulagið verður ekki samþykkt. Verður því þá breytt og kosið um annað? Eða verður bæjarstjórnin þá í stakk búin til að afgreiða málið?
Ég tel að álverið sé nógu stórt eins og það er og alveg í þótt það leggi upp laupana eftir 20 ár. Það var gott að fá álverið á sínum tíma, segja Hafnfirðingarnir, en eftir 20 ár verða hlutirnir væntanlega orðnir með þeim hætti að við sjáum ekki eftir því. Örfáir Hafnfirðingar koma til með að sitja út á Hrafnistu, góna út um gluggann og horfa á Straumsvíkina og segja barnabörnunum frá uppgangstímunum í kringum Ísal. Þetta voru góðir tímar og börnin kinka kolli, barn síns tíma hugsa þeir, eins og við vitum að það var gott að hafa kaupfélögin á sínum tíma en fáir sjá nú eftir þeim núna.
Ég held að þetta sé bara nóg eins og það er.
Athugasemdir
Ég get verið fullkomlega sammála þér með að auðvitað kusum við fólk til að taka svona ákvarðanir, en það kusu greinilega ekki nógu margir sama fólk og við
Ég tel alveg að álverið sé nógu stórt EF ég gæti verið viss um að það yrði hér næstu 20 ár. En raunin er sú að í þeirri mynd sem það er núna get ég bara verið viss um að það verði hér næstu 7 ár og get verið næstum viss um að það verður hér ekki lengur en næstu 7 ár, því samkeppnishæfni þess minnkar mjög hratt með þeirri tækni sem það býr yfir nú.
Mér finnst bara mikilvægt að hafa svona fyrirtæki sem borgar vel mannsæmandi laun fyrir allar stéttir þjóðfélagsins. Þarna vinnur hámenntað fólk og einnig verkafólk, bæði kynin hafa jafna möguleika og jöfn laun. Isal borgar hæstu verkamannalaun á landinu, mér finnst við ekki getað hunsað það.
Þetta er góður pistill hjá þér, fullkomlega sammála því líka
Jóhanna Fríða Dalkvist, 28.3.2007 kl. 09:03
Ja nú er svo sannarlega gott að búa í Kópavogi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu.
Kristín Jónsdóttir, 28.3.2007 kl. 11:43
Batnandi mönnum er best að lifa. Mér finnst nefnilega ekkert spennandi við það að búa í næsta nágreni við stærsta álver í Evrópu. Ef við hugsum þetta nokkur ár fram í tímann. Þá verðum við vonandi þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast barnabörn og vonum að þau komi til með að alast upp í næsta nágreni við okkur. Viljum við að þau sofi úti í vagni í næsta nágreni við þessa risaverksmiðju, td. í Vallarhverfinu? Ég held ekki og ég held að þeir sem styðja þetta sem harðast hugsi ekki út nein svona mál. Ég held að þeir hugsi bara um það hvort verðbréfastaflinn þeirra komi til með að halda áfram að stækka. Flest höfum við það nefnilega bara fínt hérna í Firðinum þrátt fyrir að allir þessir peningar streymi ekki inn í kassann hjá Lúlla. Svo verður það kannski þannig eftir tuttugu ár að álið verður ekki sá góðmálmur sem það er í dag. Hvað eigum við þá að gera við öll þessi ósköp, láta afhenda okkur draslið eins og var gert þegar Kaninn fór af vellinum og vita ekkert hvað við eigum að gera við það?
Valdi Kaldi, 28.3.2007 kl. 20:00
Varnarsvæðið: Það var mikið rætt um að allt færi á hliðina þegar Kaninn færi, annað kemur í ljós, allir virðast hafa vinnu sem það vilja.
Kassinn hjá Lúlla: Það er alveg sama hvað er ausið í botnlaust ílát, það verður alltaf tómt.
HP Foss, 28.3.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.