Mánudagur, 12. mars 2007
Bót og betran
Nú er ég búinn að ákveða að láta af kergju minni í garð sveitunga minna á Klaustri. Nú er mál að linni og mér er farið að líða eins og ég sé ekki alveg í lagi. Veit samt að ég er nokkurvegin á öllum þó eitt og eitt feilpúst heyrist.
Veit fátt leiðinlegra en að vera að munnhöggvast við einhvern, lendi stundum í því en reyni að eyða því og koma á sáttum sem fyrst, sérstaklega ef maður veit upp á sig skömmina. Það er nú samt ekki sjálsagt að manni séu fyrirgefinir hlutirnir, þó nú væri.
Að pirrast á netinu er ekki gott, held að misskilningur geti frekar orðið til þar, maður sér ekki svipbrigðin á fólki, sér ekki hvernig það bregst við því sem maður segir ( skrifar) og það getur orðið heilmikið mál að vinda ofan af því. Broskallar hjálpa til við að koma til skila mans eigin líðan eða tlfinningum og nota sumir þá mikið.
Ég viðurkenni fúslega að mér hljóp kapp í kinn og varð fúll en líka að ég dauð sé nú eftir því þegar ég horfi upp á vitleysuna og óþarfann.
Gerði eins og Ása, fletti til baka og sá að betur hefði farið að hnubbast minna.
Kannski maður brjóti odd af oflæti sínu og laumi inn einni og einni athugasemd inn á klaustur.is við og við, náttúrulega af mikilli yfirvegun og fágun.
kv
Helgi
Athugasemdir
Gott hjá þér!
Rúnarsdóttir, 12.3.2007 kl. 08:36
Ég er ánægð með þig
Kveðja Ása Þorsteinsdóttir
Ása Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 09:40
Þetta líkar mér
Ágúst Dalkvist, 12.3.2007 kl. 11:08
Þetta er nú meiri ræpan. Endar með því að þetta verður eins og í X-factor, allir með tárin í augunum. Nei, ég er nú bara að grínast. Batnandi mönnum er best að lifa.
Valdi Kaldi, 12.3.2007 kl. 20:15
Meir er hann á mánudag
maðurinn að austan
finnst hann kominn flott í lag
fínstilltan og hraustan.
Kristín Jónsdóttir, 12.3.2007 kl. 20:18
Er ekki í lagi að það komi fram hér á síðu að litli bróðir hans Helga á afmæli í dag. Til hamingju með daginn Davíð minn. kv. mamma.
mamma (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 12:39
Það þarf mikinn mann til að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar...svo ég vitni nú í Einstein sjálfan 'hver sá sem hefur aldrei gert mistök hefur ekkert framkvæmt'.
kv. Íris
Til hamingju með daginn (í gær) Dabbalingur!!!
Íris (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 17:54
Hann meinti nú ekki að allt sem maður gerði mætti vera mistök .
HP Foss, 14.3.2007 kl. 21:11
þú ert ótrúlegur :-)
Jónki (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.