klaustur.is- enn og aftur

Hún Ása sendir okkur  tóninn ( setur okkur í gæsalappir) á síðunni sinni og er það vel. Nú er ég, eins og kunnugt er, í varanlegri fýlu út í þá sem vilja ekki að ég tjái mig á klaustur.is og set því það sem mér í brjósti býr á prent hér, en les samt og fylgist með því sem þar fer fram.  Hef ekki hugmynd um það hvort Ása sér það en það verður bara að hafa það.
Það er alveg ljóst að íbúar Skaftárhrepps eiga vefsíðuna klaustur.is.
Þar á meðal Kjartan (27.feb 2007), Klaustrari (10 feb 2007), íbúi Skaftárhrepps ( 12. júlí 2006)og aðrir þeir sem mótmælt hafa skrifum okkar  þar. Það er einfaldlega almenn kurteisi siðaðra manna að víkja burt þegar eigendur vísa manni á dyr. Það gerði þetta fólk, vill ekki að við notum þeirra síðu til að tjá skoðanir okkar og tilfinningar í garð sveitarinnar og þá  lætur maður það vera.

Svona er þetta nú einfalt í mínum augum, maður notar ekki það sem annar á ef hann ekki vill.
Sé reyndar ekki hvernig við eyðileggjum síðuna með því að skrifa ekki. Þeir hljóta að geta skrifað þessir heimamenn.

kv
Helgi Pálsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hingað til hef ég talið að allir mættu skrifa í gestabók klaustur.is. Bæði Kjartan sem aðrir þangað til núna.

Ætlaði að skrifa þar inn hól á Ásu fyrir skrif hennar en NEI! Ég fæ ekki að skrifa

Ekki það að það sé réttur hvers og eins að fara í fýlu, en ég hef bara aldrei skilið hvaða tilgangi það þjónar.

Við Kjartan vorum að ræða þessi mál um daginn. Vorum sammála um að gestabók er gestabók og spjallvefur spjallvefur.

Vorum sammála um að það þyrfti spjallvef á síðuna klaustur.is

En vorum ósammála um hvort mætti nota gestabókina þar til að spjallvefurinn yrði stofnaður.

Þess vegna er það réttur Kjartans að skammast yfir því að gestabókin er notuð sem spjallvefur en ég ætla að nota hana sem spjallvef þar til að slíkur hefur verið settur upp á síðunni.

Fólk verður að geta verið ósammála án þess að það særi og valdi fýlu

Ágúst Dalkvist, 11.3.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: HP Foss

Hvers vegna máttu ekki nota gestabókina?
Þú rekur hana fyrir þitt fé.

HP Foss, 12.3.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ætlaði að skrifa í gærkvöldi en komst bara ekki inn á hana , gat samt fengið að lesa hana bara ekki skrifa

Ágúst Dalkvist, 12.3.2007 kl. 11:08

4 Smámynd: HP Foss

Þú þarft að "skrolla" niður gestabókina og þar er að finna svæðiði til að skrifa inná.

kv

Helgi

HP Foss, 12.3.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband