Þjóðlendur

Það er eins gott að maður er alinn upp á góðu og gegnu framsóknarheimili. Annars er hætt við að maður gæfi skít í allt það dót. Þessi ályktun á flokksþinginu um þjóðlenduruglið er náttúrulega ekki alveg í lagi, þeir koma þarna eins og einhverjir bjargvættir og ætla núna að fara að gera eitthvað í því máli. Það er eins og þeir hafi verðið í stjórnarandstöðu allan tímann.
Maður á það til að halda að það sem maður þekkir ekki sé merkilegra en það er. Þannig er það með þingmennina, maður er bara ekki að trúa því hvað þeir eru hortugir. Þeir halda að við séum algerir hálfvitar. Að halda að maður kaupi svona vitleysu er bara ekki í lagi, er maður nú samt engin sérstök mannvitsbrekka, eins og áður hefur komið fram í sögunni.
Fjármálaráðherra setti lög og eftir þeim fór þeirra hyski, að því sem virðist í óþökk stjórnvalda, án þess að nokkuð hafi verið að gert.
Nei, þetta er nú of mikil bjartsýni, ég held að það verði að svara betur fyrir þetta, kæru Framsóknarmenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdi Kaldi

Ég þurfti að lesa þetta þrisvar, þetta er eitthvað svo flókin grein.  Það er eins og þingmaður hafi skrifað hana.

Valdi Kaldi, 5.3.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

Helgi er ekki einfaldur maður.

Rúnarsdóttir, 5.3.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband