Sunnudagur, 4. mars 2007
39 ára gamall Skaftfellingur
Jamm, nei, ekiki er nú það, ekki er maður nú að yngjast en ég ræddi þetta við vin minn í dag, hvort honum hefði þótt 39 ára menn í gamla daga svona miklir vitleysingar eins og við í raun erum og hann taldi að í þá daga hefðum við verið svo miklir vitleysingar að allir hafi þótt gáfulegir í okkar augum. Tek ég það gott og gilt.
Ég er nú svo vitlaus enn að mér þykir alltaf jafn gaman að eiga afmæli. Börnin eru eitthvað svo upptekin af því að gara manni glaðan dag að það er ekki annað hægt en að vera mjög glaður. Ekki spillir fyrir að frúin er farin að kaupa allar gjafir handa húsbóndanum í aukahlutadeild Strorms.
Takk fyrir allar kveðjurnar, vinir mínir og vandamenn.
kv
Helgi
Athugasemdir
Ég vissi nú alltaf að þú værir vel giftur (eða ógiftur) en góðmennsku Ragnhildar eru greinilega engin takmörk sett.
Valdi Kaldi, 5.3.2007 kl. 22:06
Til lukku með daginn, félagi !
Kv. Jónki
Jónki (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.