Mánudagur, 26. febrúar 2007
Lakavegur
Það er hægt að sætta sig við ýmis spjöll, menn hafa þurft að horfa upp á ýmislegt í gegnum tíðina í þeim efnum, t.d í kringum vegalagningar, lagningar ljósleiðara og annara opinberra framkvæmda. Mörgu hafa menn þurft að kyngja þar, í góðri trú um bætta þjónustu. Gott og vel.
Steininn stekur úr þegar menn, í heimsku sinni, dettur í hug að gera nýjan Lakaveg upp með Hverfisfljóti. Nýjan veg? Hvers vegna er ekki sá gamli lagaður , árnar brúaðar og það gert sem til þarf til að gera þann veg góðan. Að halda það að nýr vegur, upp með Hverfisfljóti, inn með Miklafelli sé betri kostur en það sem ég nefndi áður er skortur á skynsemi ef ekki alger heimska.
Ég segi nei, þetta verður ekki gert.
kv
Helgi Pálsson
Fos
Athugasemdir
Er þetta ekki ágætis vegur? Get ekki séð afhverju menn þurfa endilega að keyra um hálendi Íslands á 80 km hraða.
Valdi Kaldi, 26.2.2007 kl. 11:12
líst vel á lagningu nýs vegar, mæli með að hann verði malbikaður,geta ekki síðubændur síðan innheimt vegatoll af notkunn hans,annars á ekkert að vera að hlusta á eitthvað væl í fólki,bara framkvæma hlutina,hvað kemur hafnfirðingum við hvort álverið sé stækkað eða ekki og einhverjum örfáum hræðum í mosfellsbæ um laningu einhvers helgafellsvegar og svo framvegis,bara kíla á það,ég bara segi svona,kveðja Erlingur
Erlingur Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.