Duglausir þingmenn Sunnlendinga. Allir. ( Líka Guðni)

Alveg er það magnað hvað sveitin okkar er aftarlega á merinni þegar kemur að framkvæmdum. Ég lá upp í sófa í hádeginu og horfði á vegamálastjóra fara yfir 12 ára vegaáætlun samgönguráðherra og var farið hringinn, réttsælis, landsfjórðung til landfjórðungs. Endalausar útskýtrinigar á hinum og þessum stórframkvæmdum, hin og þessi heiðin þveruð. beið spenntur eftir því hvað væri á dagskrá í austurhluta Vestur Skaftafellssýslu , Ekkert. Nákvæmlega ekki neitt!! Það var ekki minnst á eina einsstu framkvæmd á næstu 12 árum. geri þó ráð fyrir að breikkaðar verði nokkrar brýr en mamma mín, hvað er eiginlega að þessum dæmalausu, svokölluðu, þingmönnum okkar. Ég held að þeir viti bara ekkert um eitt eða neitt fyrir austan Vík.
 Ég hugsaði: Djöfullinn sjálfur, og set það nú á prent.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdi Kaldi

Árni Johnsen kippir þessu í liðinn fyrir okkur.

Valdi Kaldi, 15.2.2007 kl. 21:37

2 identicon

Eru þettað bara ekki tæknileg mistök??

Gunnar Hávarðarson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband