Fossmaður-fyrst og fremst

Púff. Mér líður svolítið eins og ég sé kominn heim. Líður svolítið eins og ég hafi verið þar sem ég má ekki vera en langar samt að vera þar. Hrökklast síðan í burtu og heim. Nú er ég komin heim, á mína eigin síðu og er hættur að skrifa á Klaustur.is. Hættur að pirra kerlingarnar sem enganvegin geta unt okkur sveitamönnunum þess að tjá okkur um það sem er að gerast. Geta alls ekki hugsað sér að við séum á þeirra svæði. Þetta er eins og framhald af því sem ég upplifði stundum í gamla daga á Klaustri. Maður vildi plássinu vel og fólkinu hins sama, fékk að vera þar á meðan maður hélt kjafti og gerði eins og manni varr sagt. Maður var í rauninni ekki tekinn í hópinn og um leið og maður fór sínar leiðir, fór inn á þeirra svæði, þá var maður úthrópaður sveitamaður. Þetta á við einstaka kerlingar á þessum ágæta stað, ekki allan hópinn.

Magnað að þetta skuli vera svona enn þann dag í dag. Magnað að fólkið vilji vera eitt og sér með sínar duldu skoðanir, skoðanir sem enginn fær að vita slík er dulúðin.

Fátt fer meira í taugarnar á mér en þegar aðkomumenn stíga á stokk og telja sig meiri Skaftfelling en mig. Stolt mitt særist sjaldnar meir því það vita þeir sem mig þekkja að ég er Skaftfellingur í húð og hár. Hef staðið í því að verja og útskýra fyrir borgarfókinu lífið í sveitinni. Hefur sveitamaðurinn í sjálfum mer staðið í vegi fyrir mér margoft, hef þó ekki viljað sleppa honum.

Hef stundum velt því fyrir mér hvort það hefði ekki bara verið betra að fæðast í Breiðholtið og vefa þannig sama þótt maður færi aldrei út úr Reykjavík.Hef borið þetta undir menn sem vit eiga að hafa á en ekki fengið stuðning.

Hvað vita menn um átthagatryggð sem aldrei hafa hleypt heimdraganum? Hvað vita aðkomumenn fyrir austan um tengsl mín við sveitina mína? Af hverju halda aðfluttir að þeir séu betri en brottfluttir.

Mér hundleiðist þessi gerð af fólki.

kv

HP Foss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju síðuna. Gaman að "heyra" í þér...þú mátt samt ekki hætta að skrifa inn á mína síðu!

kv. Íris

Íris Rut (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 14:27

2 identicon

Sæll minn kæri nágranni, finnst þú ættir ekki að gera þessum nöldurkerlingum það til geðs að hætta að skrifa inn á klaustur.is.  Finnst alltaf jafn gaman að lesa skrif þín.

kveðja Steinunn Elsa

Steinunn Elsa Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: HP Foss

Þakka  þér fyrir frænka, en ég var bara búinn að gleyma hvað leiðinlegt fólk getur verið leiðinlegt, og hvað bilið á okkar sveitamanna og Klaustursbúa getur verið breitt.

kv

HP

HP Foss, 11.2.2007 kl. 17:39

4 identicon

Hvernig heldur þú þá að mér líði?

kv
Valdi

Valdi Kaldi (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 00:12

5 Smámynd: HP Foss

Hlýtur að líða apalega með þetta en vel með að eiga afmæli í dag. Til hamingju með afmælið, Valdi

HP Foss, 12.2.2007 kl. 07:20

6 identicon

Gaman að sjá þig og "heyra"

kveðja frá fyrrverandi klausturskellingu

Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 07:47

7 Smámynd: HP Foss

Sömuleiðis Hrafnhildur, maður verður sjálfsagt ekki svo gamall að maður hætti að fara í fýlu, en svona er nú bara tilveran, stundum verður maður að fá að láta það flakka sem manni í brjósti býr, svo verður það bara að fá að standa.
Þú ert ekki í þessum hópi, þú veist það alveg.

HP Foss, 13.2.2007 kl. 15:08

8 identicon

Ha ha ha ég hef nú sjaldan verið kölluð kerling en allt er einu sinni fyrst elsku kallinn minn !! Þú ert yndisleg mannvera með MIKLAR tilfinningar enda lætur þú kerlingu sem er yngri en þú slá þig út af laginu!! Ég skal ekki segja mínar skoðanir hér á þinni síðu enda engin þörf á því ha ha

Til hamingju með þessa flottu síðu,þú ert flottur kall Helgi!

Sigrún Inga (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 15:47

9 Smámynd: HP Foss

Ég vona að Sigrún Inga lesi þetta því ég er ekki að beina því að henni að hún sé ein af klausturskerlingunum. Alls ekki, og reyndar er ég afar sáttur  við hana. Ég er farinn að hálf sjá eftir því að hafa mist það fram af fingrum mínum að til séu Klausturs kerlingar, þetta eru frekar lýsingar af mínum eigin tilfinningum og téðar kerllingar geta alveg eins verið karlkyns. Málið er að ég veit að sumum finnst að ég og mínir líkar eigi ekki að vera að skipta okkur af því sem okkur á víst ekki að koma við og ég nenni ekki að pirra þann hóp á þeirra eigin síðu. En, Sigrún, endilega segðu þína skoðun á minni síðu, þar eru allir velkomnir. Allir.

kv

Helgi

HP Foss, 15.2.2007 kl. 22:46

10 identicon

Ég les þetta pottþétt Helgi,þú ert svo frábær bloggari. Fyrst þú ert hættur að skrifa á Klaustur.is þá bara fylgi ég þér hingað ha ha. En þú verður nú eiginlega að kíkja á klaustur.is og sjá þessa flottu vísu sem er búið að semja um þig og Valda. Það sýnir bara hvað þið eruð vinsælir piltar.

Sigrún Inga (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:58

11 identicon

Hér er vísan sem Laufey og Ágústa sömdu um þig frændi minn

Brautriðjanda bloggari í gestabók
íbygginn og harður í svörum
Helgi Foss þá fýlu tók
nú mælir ei orð af vörum.

Valdi Kaldi mág sinn tók
sér til fyrimyndar
hann með rokna fílustrók
af blogginu var snar.

 allaveganna til hamingju með nýja blogsvæðið....Hér verður líf :-)

Kv Þórunn Lísa

Þórunn (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:48

12 Smámynd: HP Foss

Ég er nú ekki hættur að lesa Klaustur.is. Skárra væri það!
Meira bullið í  þessum Skaftárdalssystrum. Set broskall svo menn haldi ekki að ég sé í fýlu.

HP Foss, 16.2.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband