Vor í Hafnfirsku lofti

Saturday, January 27, 2007

Það er vor í lofti. Ilmurinn af jörðinni berst inn um gluggan. ég stend upp og loka glugganum. Þetta er bara pest. Hvurslags endemis pest er þetta? Í sveitinni er maður vanur ýmiskonar lofttegundum, allt frá ilmandi grængresinu í rotnunarlyktina sem berst frá túnunum á svellavetrum. Ekkert kemst í hálfkvist á við þessa djöfulsins pest. Ég hélt að öskutunnan væri að breytast í rotþró eða eitthvað álíka. Það er nefnilega þannig að í þessum Firði, kenndur við Höfn, er lón eitt lítið og ómerkilegt. Lón þetta þykir heimamönnum afar fallegt og ganga þeir þar á bökkum, sperrtir og sprangandi, horfa hátt og blístra fyrir munni. Fyrir venjulega sveitmenn er þessi ganga hrein pína. Loftið er svo mengað og svo mikill óþefur er þarna að hundar veigra sér við að ganga þessa leið. Ekkert fuglalíf þrífst þarna og enginn fiskur er í lóninu. Lónið heitir Hvaleyrarlón og stendur austan Hvaleyrarinnar. Kannski hefur Hvaleyrarlónið verið fallegt hér áður fyrr, fullt af fiski og farfuglarninr hafa án efa verið þar vor og haust.
Nú er öldin önnur og þetta lón er ástæða þess að óþefinn hefur lagt yfir Hafnarfjörðinn undarfarna daga. Lónið hefur samgang við sjó en í sjóinn rennur, einmitt þar sem innsstreymið í lónið er, rennur stríðum straumi skólpið frá stórum hluta Hafnarfjarðar. Þar grommsast gumsið út úr stórum pípunum og á flóðinu tekur hafið þennan óþvera og fleytir honum inn í Lónið. Síðan fjarar út og drullan situr eftir. Af þessari drullu leggur þennan fyrnefnda óþef, óþef sem enginn venjulegur maður getur andað að sér án aukaverkana.
En sem betur fer eru Hafnfirðingar ekki venjulegir menn.
kv
HP Foss

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband