Bóndinn
Veturinn er ekki beint tími sem maður vildi hafa allt árið. Það er ekki svo að þetta se óbærilegt, bara eitthvað svo ómögulegt. Blautur í lappirnar, ískalt, kemur inn og er það alltof heitt, allir að reyna að vera sáttir við snjóinn, reyna að telja manni trú um að þetta sé nú eitthvað sem allir alvöru íslendingar eigi að þola, þetta sé bara hollt. Hafið þið séð svertingja í sólbaði? Nei, ekki ég heldur og alveg eins og þeir geta dregið sig í skuggann, vil ég geta komið mér í skjól frá norðan garranum. Komast í hitann og hafa það notalegt. Það má samt ekki vera of heitt, alls ekki. Ekki þannig að maður þurfi að fara úr bolnum og ekki þannig að það sæki að manni óstöðvandi þorsti.
Það þýðir að ekki er í boði að eiga heima á Spáni eða þess háttar stöðum.Ef maður fer svona yfir málið, þá er maður nú bara á því að þetta sé bara skásti kosturinn. Kostur sem ekki allir fá að kjósa, kjósum samt ekki yfir okkur óstjórn og sundurlyndi. Kjósum ekki yfir okkur stjórn sem eyðir íslenskum landbúnaði. Lanbúnaðarhéruðin á landinu okkar eru mjög verðmæt.Hvað væri Skaftárhreppurinn á bændanna og sauðkindarinnar? Það væri einfaldlega ekki neitt. Ekket nema einn og einn sérvitringur fótgangandi á sumrin. Þar væri engin þjónusta af neinu tagi, ekki verslun, heilsugæsla, bankar, ekkert. Það er ekki hægt að hlusta endalaust á það að það eigi að losa um verndartolla og höft á innflutning á lanbúnaðarvörum. Þá yrðu fluttar inn vörur í ómældu magni og þær seldar á slikk, þar til íslenska bóndanum hefur verið útrýmt. Þá hækka viðskiptajöfrarnir verðið upp ú öllu valdi til að græða meiri peninga. Til að geta átt stærri einkaþotu, til að geta ráðið fleiri lögfræðinga til að breiða yfir sorann sinn. Hvar verða íslenskir neytendur þá? Hvað ætla neytendasamtökin þá að kaupa ost á Ritzkexið sitt? Hafið þið reynt að nota evrópskar mjólkurvörur? Hafið þið reynt að borða útlenskt lamakjöt? Bjakk og aftur bjakk.
Stöndum vörð um landið okkar, ekki aðeins jökulár, móa og mela. Lika íslenska bóndann.
kv
HP Foss
Það þýðir að ekki er í boði að eiga heima á Spáni eða þess háttar stöðum.Ef maður fer svona yfir málið, þá er maður nú bara á því að þetta sé bara skásti kosturinn. Kostur sem ekki allir fá að kjósa, kjósum samt ekki yfir okkur óstjórn og sundurlyndi. Kjósum ekki yfir okkur stjórn sem eyðir íslenskum landbúnaði. Lanbúnaðarhéruðin á landinu okkar eru mjög verðmæt.Hvað væri Skaftárhreppurinn á bændanna og sauðkindarinnar? Það væri einfaldlega ekki neitt. Ekket nema einn og einn sérvitringur fótgangandi á sumrin. Þar væri engin þjónusta af neinu tagi, ekki verslun, heilsugæsla, bankar, ekkert. Það er ekki hægt að hlusta endalaust á það að það eigi að losa um verndartolla og höft á innflutning á lanbúnaðarvörum. Þá yrðu fluttar inn vörur í ómældu magni og þær seldar á slikk, þar til íslenska bóndanum hefur verið útrýmt. Þá hækka viðskiptajöfrarnir verðið upp ú öllu valdi til að græða meiri peninga. Til að geta átt stærri einkaþotu, til að geta ráðið fleiri lögfræðinga til að breiða yfir sorann sinn. Hvar verða íslenskir neytendur þá? Hvað ætla neytendasamtökin þá að kaupa ost á Ritzkexið sitt? Hafið þið reynt að nota evrópskar mjólkurvörur? Hafið þið reynt að borða útlenskt lamakjöt? Bjakk og aftur bjakk.
Stöndum vörð um landið okkar, ekki aðeins jökulár, móa og mela. Lika íslenska bóndann.
kv
HP Foss
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.