Voriš fagra

Sunday, May 21, 2006

Voriš fagra

Voriš er komiš aftur eftir allan žennan tķma. Veturinn aš baki, haršur og óvęginn, noršanįttin nķstandi köld eins og allt sem aš noršan kemur. Valgeršur į Lómatjörn hlżtur aš hafa skolfiš ķ kuldanum nema aš hśn hafi haldiš į sér hita meš frekjunni. Ef krakki vęri svona frekur vęri hann sendur meš hraši til sįlfręšings, jafnvel gešlęknis og vęri svo sendur heim meš stóran stķlapakka. Žessi kerling er įstęša žess aš framsóknarflokkurinn er aš lķša undir lok.
Jęja, tölum um eitthvaš skemmtilegt.
Konurnar lķfi mķnu fóru saman ķ sveitina en viš Pjakkur hķmum hér ķ einsemd og žaš undarlega er aš gerast, viš erum farnir aš sakna erilsins, hrópanna, spurninganna, jį og jafnvel nöldursins ķ hśsfreyjunni. Fyrir 15 įrum var žetta allt į annan hįtt, mašur taldi aš svona tilvera vęri ašeins fyrir feitlagin gamalmenni. Žar sem ég stóš ķ fyrrakvöld meš dóttur minni śtķ glugga og horfši į sólarlagiš, sem speglašist į firšinum meš öllum žeim roša og žvķ sjónarspili sem bošiš er uppį, žį fannst mér ég vera einhver annar. Dóttirin spurši og spįši ķ alla mögulega hluti og lét eins og ég vęri žaš sem hśn treysti į. Fyrir 15 įrum hefši mašur sennilega fariš į tauginni og bešiš mömmu um aš hjįlpa sér. Nśna fyllist mašur stolti og hamingju. Blessuš börnin.
Nś nę ég ekki aš skrifa mera žvķ Kristjįn Hreinsson er ķ śtvarpinu og žar meš er allur innblįstur į bak og burt.
Kvešja
HP Foss

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband