Týndu sauðirnir.

Á árum áður reis áburðarverksmiðja í Reykjavík sem framleiddi áburð fyrir landsmenn. Þessi verksmiðja var mikil búbót fyrir bændur landsins sem gátu keypt tilbúinn áburð að vild og aukið uppskeru sína mjög mikið.
Svo stækkaði byggðin í Reykjavík og teygði sig upp undir verksmiðjuna. Þegar húsbyggjendur réttu úr bognum bökum sínum eftir uppbygginguna litu þeir yfir sundin blá og sáu þar  áburðarverksmiðju þessa. Hún var fara umsvifalaust.
Nú flytja menn inn áburð sem kostar hvítuna úr augunum.

Á árum áður bjuggu allir í sveit, enda engir bæir til.  Synir byggðu sér á jörðum feðra sinna  og stofnuðu fjölskyldur þar, og þeir áttu síðan börn sem brátt þurftu sitt jarðnæði.  Fólk fór að hópast saman í bæi  sem stækkuðu og þéttbýlið jókst. Bændurnir voru eftir á jörðum sínum og voru fljótt undir bæjarbúa komnir með þá aðdrætti sem sífellt voru fjölbreyttari og hluti af nútíma þess tíma. Kaupmenn höfðu gjarnan þessa bændur í vasa sínum.
Kaupstaðir stækkuðu og döfnuðu vel, fólk gat mentað sig og notið lífsins.

Svo réttu menn úr bökum sínum og sáu að bændur voru að framkvæma á jörðum sínum upp á sitt einsdæmi. Nú er það svo komið að þeir allra hörðustu kaupstaðabúar vilja fá að kjósa um deiliskipulag í sveitarfélögum landsins, eins og  holdgervingur þessa Andri Snær Magnason lét út úr sér á dögunum , eignarétt manna skal endurskoða, sérstaklega ef menn eiga jarðir.

Sennilega vilja slíkir menn að ríkið eignist allar jarðir á landinu og þeir geti leigt sem vilja.

já, þeir eru komnir til baka, týndu sauðirnir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gleymdu því ekki, Helgi minn, að þessi áburðarverksmiðja var harla einhæf. Framleiddi bara saltpétur, Kjarna. Sem var víst ágætis sprengiefni en dugði lítið einn sér til að auka frjósemi jarðar.

Sigurður Hreiðar, 20.9.2011 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband