Vorveiði-skömm veiðimannanna.

Ég ætla svo sannarlega að vona að svokallaðir “veiðimenn” sem nú æða út í skaftfellsku árnar, fái ekki bröndu. Ekki á ég von á að mér verði að ósk minni, vegna þess að fiskurinn sem nú er á niðurleið tekur hvað sem er.
Það er gott fyrir menn sem veiða yfirleitt lítið að fara í vorveiði.
Einnig er það gott fyrir menn sem ekki hafa þroska til að bíða eftir að fiskurinn komi til baka að skella sér í vorveiði.
Vorveiði er kjörin fyrir menn sem ná ekki að kallast veiðimenn.
Á seinni árum hafa menn reyndar farið út í að veiða aðeins á flugu og bráðinni er sleppt, ef hægt er. Það er nú líka það eina sem hægt er að gera við niðurgöngufiskinn, nema ef vera skyldi að setja hann í ruslagáminn á Klaustri.Þessir menn sem vorveiðina stunda, vilja meina að þeir séu að veiða nýgengna fiska. Það er fjarri sanni en þeir kunna að líta út sem slíkir, gljáandi á hreistrið og lúsugir. Það er hinsvegar vegna ferða fisksins fram og til baka fram að sjó og upp í ánna til að ná rétta saltmagninu í sig, .Mér þykir það súrt í broti að horfa upp á þetta háttarlag, áratugum saman, án þess að nokkur hreyfi mótmælum. Landeigendur sjá þarna aura og á meðan þetta er löglegt verða alltaf nokkrir gráðugir landeigendur sem þetta leyfa.
Kv
Helgi Pálsson. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband