Stund með Jóni

Fyrir nokkrum árum átti ég leið í heimahagana og kom við hjá Jóni Reyni, sem þá var einn á bæ, konan að heiman. Þá var talið upplagt að dvelja aðeins þar og spá í ýmsa hluti. Ég hef komið að þessu atriði áður, atriðinu þegar við uppgötvuðum í pottinum um nóttina að við vorum svangir. Stukkum í ísskápinn og náðum okkur í steik að naga. Dýrðarinnar matur, töldum við en Jón fékk skammir frá konunni þegar hún kom heim, því steikin var óhreyfð, en hundamaturinn uppétinn.

Þegar ég, nokkrum árum seinna, tek mér tæknina í hendur og skanna inn mynd sem tekin var við þessa merkisstund, þar sem við Jón vorum að hakka í okkur hundamatinn, Þá sé ég, þar sem myndin er nú mikið stærri en í albúminu, að Jón er með sér bakka, með einhverju allt öðru en er í bakkanum mínum. Getur verið að þetta hafi verið einbeittur brotavilji hjá Jóni, að láta mig éta frá hundinum ? Hvað sýnist ykkur?

img002


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband