Haustið og reykkofarnir.

okt 09 240

Hann Óli á Læk var að reykja kjötið sitt þegar ég fór þar hjá á sunnudagsmogni í október.  Reykurinn liðaðist úr kofanum í hauststillunni, jökullinn skartaði sínu fegursta og sá gamli sat á stól við bæinn og fylgdist með. Tíminn stóð eins og hann var, fátt virtist geta raskað ró hins fullorðna bónda. 

 Ilmurinn úr reykkofunum á haustin er eitthvað sem alltaf fær mig til að færast örlítið til baka, til þess tíma þar sem staður skipti máli en ekki endilega stund.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Sigurdís Oddsdóttir

Það er fátt eins heimilislegt eins og ilmurinn úr reykkofanum...

Edda Sigurdís Oddsdóttir, 12.2.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband