Jón og Ranka í Gýgjarhólskoti

23. apríl 1985 kom ég að Gýgjarhólskoti í verknám, sendur frá Hvanneyri 16 ára gamall. Í Gýgjarhólskoti var ég í  3 frábæra mánuði, hjá Jóni og Rönku, sem voru ein þau mestu sómahjón sem ég hef kynnst og tóks með okkur ævilöng vinátta, vinskapur sem reyndar var ekki ræktaður nærri eins og ég hefði viljað, horfandi á eftir þeim báðum yfir móðuna  miklu í vor. 

Jóni leist reyndar ekki á blikuna þegar Ranka færði honum þau tíðindi að von væri á strák þessum frá Hvanneri:

Hann er sjálfsagt hrekkjaþræll,
hrotti, skammahvatur.
Þjösni, böðull, þegi dæll,
Þjófóttur og latur.

Eftir vændræðalega byrjun, þar sem ég, svona til að segja eitthvað, spurði Jón hvað skerið við bæinn héti, fann ég strax að þarna var alvöru maður á ferð og hvílík gæðakona hún Ranka. Jón sagði mér sem sagt þarna við eldhúsborðið, nokkuð ákveðið fannst mér, að þau kölluðu þetta FJALL, og það héti Gýgjarhólsfjall, Ranka bauð mér brúnköku og mjólk í eftirrétt.

Allir dagar voru skipulagðir og vinna var það sem lífið gekk út á í Kotinu. Búskapurinn var sérlega glæsilegur og bar þeim vitni um þann dugnað sem í þeim bjó. Á sunnudögum var svo eitthvað gert til skemmtunar, útreiðar og annað í þeim dúr.

Þegar voraði, sem var reyndar vonum seinna en á Síðunni, var mikið að gera og til að tefja mig ekki frá búskapnum, fann Ranka fyrir mig allar plönturnar í grasasafnið, sem okkur var skylt að skila á Hvanneyri, greindi þær og þurrkaði. Við Grímur, Jón og Kalli skrölluðumst í verkunum.

Á hverjum jólum fékk ég senda smá greinagerð frá þeim hvað væri svona að frétta og vísa fylgdi alltaf með, enda Jón mikill hagyrðingur.

Þegar ég var búinn að vera nokkurn tíma í Kotinu, skrifaði Jón þessa niður:

Vinafús og verkaknár,
vandur að sínu ráði.
Helgi reynist heldur skár,
heldur en ég spáði.

Og þegar sumraði í Tungunum, kom að lokum dvalar minnar í Gýgjarhólskoti. frábærum tíma sem á sess í mínu hjarta alla ævina og allar minningarnar ljúfar. 
Jón lést svo í mars og Ranka í maí, sem er reyndar lýsandi þeirri samstöðu sem einkenndi þeirra hjúskap. 
Það er svolítið skrítið að sakna fólks sem maður var í raun ekki með lengur en þessa 3 mánuði, en marka svo djúp spor í minningar manns og því var mér mikill heiður sýndur, þegar Eiríkur hafði samband við við og spurði hvort ég hefði hug að að eignast málverkið sem hékk í stofunni hjá þeim og var víst áður í hjá föður Jóns, Karli. Það var nefniega það fyrsta sem mér var sýnt á bænum, því fyrir ofan sófann í stofunni hékk málverk af Fossi á Síðu. Þótti okkur öllum þetta skemmtilega tilviljun.

Í dag fór ég sem sagt í Tungurnar og sótti þennan forláta grip, sem ég mun geyma eins og sjáaldur augna minna og ég er ekki vinn um að þau systkynin í Kotinu, viti hvað þetta er mér mikils virði.

IMG_3060

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þess má svo geta, að þegar ég fór frá Gýgjarhólskoti, 10. júlí 1985, fékk ég að gjöf ofangreinadar vísur, sem ég hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um, og eina í víðbót, sem er reyndar eitt það fallegsasta sem einhver hefur látið um mig falla, ég er reyndar frekar feiminn með hana og hef  því ekki áður birt en er í dag bæði meir og lítill í mér:

Leggur út á lífsins braut
hispurslaus og prúður.
Helgi laysir hverja þraut.
laus við þras og múður.

Blessuð sé minning Jóns og Rönku.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband